Heitar laugar í Urriðavatni

Opnar sumarið 2019

Upplifðu eitt hreinasta heita vatn á íslandi í fljótandi laugum í Urriðavatni. Vök Baths við Urriðvatn er nýr áfangastaður á Austurlandi, rétt norð-vestan við Egilsstaði sem verður opnaður sumarið 2019. Heita vatnið hjá Vök kemur úr uppsprettum djúpt undir Urriðavatni. Fyrir löngu síðan tóku heimamenn eftir því að á vetrum mynduðust alltaf vakir á sömu stöðum á annars ísi lögðu vatninu. Þaðan er nafnið Vök dregið. Í dag sjá þessar uppsprettur öllu nærumhverfinu fyrir heitu vatni.

Heita vatnið úr uppsprettunum er svo hreint að það má drekka. Það er eina heita jarðvatnið á Íslandi sem er vottað drykkjarhæft en veitingastaðurinn okkar mun einmitt bjóða uppá te, súpur, heitan mat og kökur úr heita vatninu okkar og lífrænu hráefni frá framleiðendum á svæðinu. Í Vök Baths munu gestir okkar einnig finna gufubað og köld vatnsgöng. Hugmyndafræðin hjá Vök Baths er að heiðra og virða hreina vatnið í Urriðavatni, náttúruna umhverfis vatnið og aldagamlar baðhefðir Íslendinga.

Fyrir ítarlegri upplýsingar, sendið okkur tölvupóst á  hello@vok-baths.is

Hvernig á að komast á staðinn?

Við erum staðsett við Urriðavatn, 5 kílómetra norð-vestur af Egilsstöðum.

Á bíl

Frá suðri
Höfn 262 km
Djúpivogur 161 km

Frá norðri
Akureyri 269 km
Mývatn 164 km

Með flugi

Beint flug frá Reykjavík til Egilsstaða (þrisvar á dag)

Opnar sumarið 2019

 

Hafðu samband

hello@vok-baths.is

 

Fylgdu okkur